Á leitarsíðu.  <-Leitarsíða

Gróðrarstöðin Réttarhóll, Svalbarðseyri gr@rettarholl.is

Síða með skrá yfir runnategundir sem seldar eru í pottum.
Myndir eru af mörgum tegundum.





Runnar 2023.

Skýringar.

Runnalisti var uppfærður 15.maí 2023.
Farið var eftir vörutalningu frá hausti.
Nú 15. maí 2023 eru runnar í sölukörmum lítið farnir af stað,
og eftir er að kanna ástand þeirra.
Uppfært ef til vill aftur síðar, ef breytinga er þörf.

Íslenskt heiti
Latneskt heiti

Lýsing
Sitkaölur
Alnus sinuta
Runni 1 til 4 metrar, eða tré allt að 10 metrum. Harðgert.
Misplar   Cotoneaster
Grámispill C.integerrinus
Spjall:  Taldar um 50 tegundir sumargrænna og sígrænna runna. Flestir eru upprunnir frá Kína eða Himalayafjöllum. Mikill breytileiki er innann ættarinnar, bæði á hæð og útliti, allt frá því að vera jarðlægir upp í 3 til 4 m. hæð í sínum heimkynnum. Margar eru þéttvaxnir og fagrir garðrunnar. Nokkrar tegundir fá rauða haustliti. Sumar þola all vel lélegan jarðveg, og flestar þrífast betur í frekar þurrum jarðvegi. Nokkrar tegundir þrífast all vel hérlendis.

Á leitarsíðu.
Skriðmispill
Cotoneaster apiculatus
(adpressus)


Lágvaxinn þéttur runni. Blöðin eru lítil, dökkgræn rauðleit á haustin. Skriðmispill fer vel í hallandi beðum og hleðslum. Þolir vel þurran stað, en ílla að standa í vatni.
Hengimispill
Cotoneaster horisontalis
Dökkgræn smá blöð, Jarðlægur. Góður í hleðslur eða upphækkuð beð. Líkist Skriðmispli nokkuð.
Grámispill
Cotoneaster integerrinus

Grágræn blöð, að minsta kosti tvö hvæmi eru til hér(ef það eru ekki tvær tegundir). Annað hvæmið, sem hefur verið leingur í ræktun er nánast jarðlægt, en hitt hvæmið getur farið m.k. yfir 2 metra. Blóm hvít og rauðleit í slútandi sveip. Hefur reynst vel hér á Svalbarðseyri. Þurr vaxtarstaður.
   Á leitarsíðu.
Mjallhyrnir
Cornus alba

Runni sem nær um 3 metra hæð. Rauðar greinar. Smá hvít eða gulhvít blóm í júní. Er heldur viðhvæmur hér úti, og blómstrar lítið.
   Á leitarsíðu.
Þyrnir  Crataegus

Síberíuþyrnir
Crataegus sanguinea

Sjá grein um þyrna í Garðyrkjuritinu 2000 bls. 71

Lágvaxið tré eða runni, nær allt að 7 metrum. Gljáandi dökkrauðar greinar. Hvít blóm í all þéttum sveip. þarf skjólgóðann sólríkann vaxtarstað. Þrífst nokkuð vel á Akureyri. Var plantað hér út 1997, fór hægt af stað.
Bergflétta
Hebera helix 'Baltica'
Skriðull eða Klifrandi runni. Dökkgræn blöð. Afbrigði þetta þrífst á Akureyri og við bæ hér á ströndinni.
 
Hafþyrnir
Hippophae rhamnoides
Kræklóttur runni, allt að 6 m. hár, dálítið þyrnóttar greinar. Æt eftirsótt ber gult eða rauðgult.
Planta þarf saman karl og kvennplöntu ef ber eiga að þroskast.
All harðgerður.
  Á leitarsíðu.
Toppar   Lonicera


Topparnir eru margir harðgerðir og meðal okkar öruggustu garðrunna. Þeir verða blaðfegurri í skugga, en blómstra þá minna. Ef nota á toppa í limgerði er best að vanda tölvert jarðvinnsluna, bæta moldina með gömlum skít eða góðri safnhaugamold, og planta með 30 til 35 cm. millibili. Plönturnar verða þéttari í vextinum ef þær eru klipptar árlega. En það er ekki nauðsynlegt. Sumir toppar þola ílla mikinn tilbúinn áburð. Fleiri en eitt afbrigði sumra tegunda er í ræktun.
Blátoppur
Lonicera caerulea
         Á leitarsíðu.
Upphaflega komin frá Noregi árið 1910 til gömlu gróðrarstöðvarinnar á Akureyri. Er í flestum görðum, mikið ræktaður enda harðgerður, en stundum sér á blöðum eftir heita sumarvinda. Notaður í meðalhá klippt limgerði. Getur náð 2 m. hæð.
Bergtoppur
Lonicera caerulea var.altaica
Afbrigði Blátopps, og líkur honum, ættaður úr Altaifjöllum.
Glótoppur
Lonicera involucrata
Líkur Glæsitopp, en lágvaxnari, með þynnri laufblöð. Er en óreyndur hér, en fallegur í Listigarðinum á Akureyri.
Glæsitoppur
Lonicera ledebourii
Kraftmikill hraðvaxinn grófur runni, með dökkgulum og rauðleitum, talsvert áberandi blómum. Aflöng, dökkgræn, gjáandi blöð.
Er uppruninn frá strandhéruðum Kaliforníu.
Skógartoppur
Lonicera pericyclemum

     Á leitarsíðu
Klifurrunni. Með stór sterkilmandi blóm, blöð dökkgræn. Hefur þryfist þokkalega tvö síðustu árin, og náð að blómstra hér í gróðrarstöðinni. Þarf skjól.
Rauðtoppur
Lonicera tatarica

Rauðbleik eða rauð blóm Blöð líkjast blöðum blátopps fljótt á litið, en virðast oft ljósari. Rauðtoppur blómstrar best á skjólgóðum, sólríkum stað, og þrífst víðast hvar.
Auk gamla góða nafnlausa kvæmisins er hér til kvæmið 'Hacs´s Red'.
 
Snækóróna
Philadelphus coronarius

Ljósgræn blöð, hvít sterkilmandi blóm. Þarf frjósaman, gljúpan, frekar þurran jarðveg. Snækónu var plantað út hér í stöðinni fyrir nokkrum árum, og virðist plöntunni líða sæmilega, en fá blóm hafa komið ennþá. Brotnar stundum vegna snjóálags. Er mjög glæsileg í Listigarðinum á Akureyri.
Tvö afbrigði eru hér í ræktun. Sennilegt er að þau heiti, 'Þórunn Hyrna' og 'Mount Blanc' Það síðarnemda er fíngerðara.
Sjá grein í Garðyrkjuriti 2006 bls.63.
 Á leitarsíðu.
Mura  Potentilla

Runnamura
Potentilla fruticosa
Runnamura smáplanta
Fíngerður, þéttur runni. Er talinn geta náð 1 til 1,5 m hæð, en er oftast lægri hér norðanlands, eða frá því að vera jarðlæg upp í 40 til 80 cm. misjafnt eftir afbrigðum. Runnamura er blómsæl og harðgerð. Nokkur afbrigði eru til.'Goldfinger' sem verður hér 30 til 50 cm. með sterkgulum blómum, 'Goldteppich'sem er nánast jarðlæg með ljósgulum blómum, ' Sandved' með hvítum blómum 40 til 60 cm. og eitt kvæmi með appelsínugulum blómum (Orange) lávaxið jarðlægt eða 20 til 40 cm. 'Gjenoire' með bleik blóm. Best er að klippa Runnamuru vel niður á haustin eða á vorin.

Potentilla fruticosa 'Goldfinger' - Mynd.  'Goldfinger'         Potentilla fruticosa 'Goldteppich' Mynd.  'Goldteppich'         Potentilla fruticosa 'Sandved' Mynd.  'Sandved'
Ekki er víst að allar þessar sortir séu til 2022, en eru í uppeldi, ath. síðar.
 Á leitarsíðu
Heggur
Prunus padus
         Á leitarsíðu.
Græðlingum safnað hér á svæðinu.
Uppruni Evrópa, N.Asía, Japan. Tré eða runni, oft margstofna, 2 til 10 m. á hæð. Hvít blóm í hangandi klösum.. Blómstrar um miðjan júní.. Skuggþolin og harðgerður víðast hvar. En kelur stundum svolítið á unga aldri.
Virginíuheggur
Prunus virginiana
Rauð blöð. Líkur Blóðhegg, fljótt á litið. Var gróðursettur hér 2006.(Verður líst síðar.)
   Á leitarsíðu
Berjarunnar.  Ribes

Sólber
Ribes nigrum
´Nikkala' og 'Melalati'

Berjarunni. Ljósgræn blöð. Tvö afbrigði eru til, sem bæði gefa góða uppskeru í meðal sumri. Runninn þarf sólríkan vaxtarstað ef ætlunin er að fá góða uppskeru. Best er að planta með minnst 50 cm millibili í beð sem í hefur verið borið vel í af húsdýraáburði. Þegar berin byrja að roðna í ágúst, er gott að setja akrýldúk yfir runnana, til að þrestirnir steli ekki berjunum, Það flýtir líka fyrir þroskun berjanna. Berin koma á tveggja ára greinar. Klippa þarf burtu gamlar greinar, svo að runninn vaxi betur. Sólber eru að mestu laus við ásókn skordýra hérlendis, runnarnir heilbrigðir og harðgerðir.
Garðarifs
Ribes spicatum
Berjarunni, 1 til 2 metrar á hæð. Ræktun, sjá lýsingu með Sólberjum næst á undan.
  Á leitarsíðu
Rósir

Rósin 'Pólstjarnan' blómstrar í ágúst.


Spjall: Ýmsar villirósir, lítið kynbættar, og blendingar þrífast margar sæmilega úti hér norðanlands og ætti að nota þær meira,
til dæmis í skógarreiti og sumarbústaðalönd.
Nýlega höfum við ræktað upp plöntur af nokkrum rósasortum ættuðum frá Kanada og Finnlandi.
Flestar filltar rósasortir þurfa vetrarskýli hér norðanlands, eða mjög skjólgóðan stað.

Nokkrar rósasortir eru oftast í uppeldi og gætu bæst við lista síðar. Af sumum tegundum eru aðeins fáar plöntur til.

Til að fá myndir af þeim sem eru hér á listanum er hægt að skrifa nöfnin á leitarstreing á Google, latínunafn og afbrigðaheiti.

Bjarmarós
Rosa x alba
'Minette'
Hvít með ljósbleikri slikju, fyllt blóm, ilmandi.
Skáldarós
Rosa gallica 'Splendens'

Hálffyllt rauð blóm. sögð geta orðið 1 til 1,5 m. á hæð. Harðgerð og mjög blómviljug.
Silkirós
Rosa mollis


Ljósir, smáir þyrnar, rauðleitar greinar. Plantað út hér 2004 og þrýfst vel.
Rosa x pimpinellifolia
'Mary Queen of Scots'

Rauð hálffyllt, smáblóma.
Hansarós
Rosa rugosa 'Hansa'

Dökk fjólurauð hálffyllt blóm, blöð dökkgræn, hrukkótt að ofan en gráleit og loðin að neðan. Þyrnóttar greinar.
Fáar plöntur til.
Rósin 'Defender'
Rosa rugosa 'Defender'
Þéttþyrnóttar greinar, rauð hálffyllt blóm.
Rosa x rugosa
Schneezwerg
Rjómahvít, hálffyllt blóm.
Páfarós
Rosa sp.
Hálffillt, fjólurauð blóm. Þéttþyrnóttar greinar. Þrífst vel í Listigarðinum á Akureyri og víðar.
Omni Finnsk rós.
Rosa sp. 'Omni'
Er til í garði á Akureyri. Nánar síðar.
Hurdalsrós
Rosa hybr. 'Hurdala'

Runnarós. Ljóslillableik hálffyllt blóm, grálit blöð, þyrnalítil. Er talin með þeim harðgerðari.
Glóðarrós
Rosa xanthina

Gullgul blóm, 4 til 5 cm. í þvermál. Sögð geta orðið 1 til 3 metrar á hæð.
 Á leitarsíðu
Víðir  Salix

Blómstradi Alaskavíðigrein að vori

Spjall: Ýmsar víðitegundir eru meðal okkar öruggustu og harðgerðustu runna og trjátegunda hér á landi. Flestar víðitegundir þurfa talsverðan jarðraka og frekar góðan jarðveg til að vaxa vel, þó að margar þeirra lifi næstum hvar sem er. Klipping er nauðsynleg ef rækta á þétta runna, eða limgerði, en stakstæðir óklipptir víðirunnar eða tré verða stundum mjög fallegar plöntur. Nokkrar víðitegundir verða heldur grófar og stórvaxnar í limgerði í smágarða. En víðitegundum er plantað í skjólbelti ef skíla á stærri svæðum. Sumar lágvaxnari víðitegundir eru góðar garðplöntur, og gefa görðum skemmtilegan svip.

Flestar Víðitegundir eru aðeins seldar í 35 hóla skógarplöntu bökkum.

         Stór Viðja sem hefur verið klipt til.;        Formkliptur Þingvíðir


Mest allur víðir í bökkum seldist upp 2021, örfáir bakkar eftir. Ef til vill verður eitthvað til í haust 2022, í skógarplöntubökkum.

Loðvíðir
Salix lanata

Er til í pottum 2021.
Breiðvaxinn runni, 50 til 150 cm. á hæð. Blöðin eru loðin, ljósgrá báðum megin. Ljósgulir reklar. Vex víða villtur hér á landi. Skemmtilegur garðarunni, notaður sem þekjuplanta í kanta, steinhæðir og hleðslur. Hávaxin afbrigði eru góð sem stakstæðir runnar.
Reyniblaðka
Sorbaria sorbifolia
Runni 1 til 2 m.á hæð. Hvít blóm í skúfum. Harðgerð.
 
Koparreynir
Sorbus frutescens

Runni með útsveigðar greinar 2 til 4 m. á hæð. Lögun blaða, minnir á blöð Ilmreynis, en eru fíngerðari, rauðleit og verða enn rauðari á haustin. Blómin eru hvít og berin hvít, og er Koparreynir áberandi á haustin. Sæmilega harðgerður víðast.

Sjá grein um athuganir á Reynitegundum í Garðyrkjuritinu 2008 blaðsíðu 60.
Kasmírreynir
Sorbus cashmiriana

Er sagður verða allt að 10 m. í heimkynnum sínum í Asíu.
Hávaxinn runni eða lítið tré. Rauðlit blöð, hvít ber. Var plantað út hér 2007 og þrífst þokkalega, en er til í grasagörðum og víðar hérlendis. Er glæsilegur í Listigarðinum á Akureyri. (sjá mynd)
 Á leitarsíðu.
Kvistir  Spiraea

Blómstrandi Kvistur
Spjall:  Spiraea eða Kvistir er stór ætt garðrunna, sem eru vinsælir og mikið notaðir hér á landi, Blaðlýs sjást ekki, eða eru mjög sjaldan á þeim. Bómin eru ýmist hvít, rauðbleik eða ljósrauð. Margir Kvistir eru ekki kröfuharðir á jarðveg, og þola sumir talsverðan skugga, en blómstra þá minna. Sumar tegundir kvista blómstra á 2ja ára greinum. þær tegundir er best að klippa (ef þarf) eftir blómgvun. Aðrar tegundir blómstra á greinum sem vaxa upp sama árið. Þær er óhætt að klippa vel niður, án þess að blómgvun tapist sumarið eftir, og nokkrar þessarra tegunda þarf helst að klippa vel niður árlega. Sumar tegundir æxlast saman, og geta þá komið fram afbrigði sem vandi er að greina til tegundar.

Blómstrandi Lágkvistur     Blómstrandi Birkikvistur     Blómstrandi Japanskvistur     Sjálfsáinn kvistur hér í gróðrarstöðinni.
Fjallakvistur
Spiraea alpina

Nokkuð stór,ljósbleik blómskipan á ársprotum. Fögur breið blöð, sem hafa oft rauðleitan blæ, og eru stór miðað við aðrar tegundir.
Bjarkeyjarkvistur
Spiraea chamaedrifolia.
Gulleitir árssprotar, greinar uppréttar eða bogamyndaðar. Þéttstæð ljósgræn blöð. verður allt að 1,5 til 2 metrar á hæð. Hvít blóm í frekar gisnum hálfsveip. Blómstrar á tveggja ára greinum. All harðgerður og víða til.
Stórkvistur
Spiraea henry

Breiður, gisinn runni um 2 metrar á hæð. Langar útsveigðar greinar. Dökkgræn blöð ljósari að neðan. Blómin hvít í sveipum sem eru þétt á utan og ofanverðum tveggja ára greinunum endilöngum. Runninn þarf gott pláss, og nýtur sín best stakur. Stórkvistur er með fegurstu kvistum vegna blóma og stærðar. Er talinn sæmilega harðgerður víða.
Lágkvistur
Spiraea humilis

Ljósbleik blóm, í þéttri allhárri skúflaga skipan, sem er rúnuð að ofan. Blöð stór, strengótt,bylgjótt, oft með rauðleitum blæ.
Þrífst vel í Listigarði á Akureyri. Óreyndur hér.
Dvergakvistur
Spiraea japonica'Alpina'

Afbrigði Japanskvists, Þéttvaxnari og lægri.
Garðakvistur
Spiraea madia
Á leitarsíðu.
Uppréttur runni, þéttvaxinn, með gulbrúna stöngla. Blöðin ljósgræn . Hvít blóm á hliðargreinum út frá tveggja ára greinum. Mesta hæð óviss, en hefur náð um 1,3 m. hér í stöðinni. Hefur reynst einn harðgerðasti kvisturinn hér.
Sunnukvistur
Spiraea nipponica

Uppréttar og útsveigðar greinar, rauðbrúnar. Blöðin fremur lítil, dökkgræn að ofan en blágræn að neðan. Blómin hvít, á smágreinum á endilöngum tveggja ára greinum. Hæð er sögð 1 til 2 m. Sunnukvistur er einn sá allra glæsilegasti meðal kvista, og þrífst vel hér á Svalbarðseyri. Hann þarf líklega sæmilega góðan jarðveg.
Síberíukvistur
Spiraea trilobata


Fíngerður, þéttur runni, sem talin er geta náð um meters hæð. Blöðin eru lítil, ljós eða blágræn. Blómin eru hreinhvít, í þéttum sveipum. Blómsæll og virðist nokkuð harðgerður.
 
Snjóber
Symphoricrpus alpus

Marggreinóttur, fíngerður runni um 1 m. á hæð. Blómin eru hvít með rauðum blæ. Hvít ber. Dökkgræn blöð. Er skuggþolin, og virðist sæmilega harðgerður.
  Á leitarsíðu.
Sýrenur  Syringa
Fagursýrena
Syringa x prestoniae
'Elenor'
  
Uppréttur runni eða lítið tré. Getur orðið 3 til 4 metrar á hæð. Blómstrar í júlí ljósfjólurauðum, ilmandi blómum, í all stórum skúfum á greinarendum. Best er að klippa blómskúfa af að blómgvun lokini. Þrífst nokkuð vel hér í stöðinni og víðar á norðurlandi, en brottnar stundum ýlla af snjó. Nafnaruglingur er mikill í þessari ætt,og greining erfið. Til eru nokkrar aðrar tegundir hér í stöðinni en hafa ekki allar verið greindar til tegundar, og virðast sumar viðkvæmari og blómstra minna.

Aftur á leitarsíðu.
Júnísýrena
Syringa yunnanensis

Blómstrandi Sýrenugrein.  
Blómskúfar á greinarendum, ljósrauð í fyrstu, en lýsast eftir því sem þau standa lengur, og verða að síðustu næstum hvít. Smáplöntur í uppeldi blómstra vel. Júnísýrenu var plantað hér fyrir nokkrum árum og þrífst nú vel, og blómstrar á hverju ári síðast í júní og byrjun júlí. getur náð yfir 3 m. hæð.

Nokkrar aðrar sýrenutegundir. Dúnsýrena ´Aurea´ S.komarowii ´Reflexa´ Og ef til vill fleirri.
 
Bersarunni
Viburnum edule
Runni, hálfur til 3 metrar. Blóm hvít aldinið rautt.Uppruni norðantil í norður Ameríku. Sæmilega harðgerður.
Úlfarunni
Viburnum opulus

Uppréttar, gráleitar greinar. Blöðin eru svipuð að lögun og á Rifsi eða Hlyn, frekar ljósgræn. Blómin rjómahvít í litllum klösum, einföld eða fillt. Er talin geta náð 2 til 4 metrum á hæð. Kelur talsvert, einkum ungplöntur, en nær sér oftast á strik.



*****

Skýringar.

Ekki er víst að allar þessar tegundir séu alltaf til í hæfilegri sölustærð, af nokkrum tegundum eru aðeins til fáar pöntur. Einnig geta verið til tegundir sem ekki eru á listanum. Oftast eru nýjar tegundir og ýmis afbrigði í uppeldi, og eittkvað getur bæst við síðari hluta sumars.

Nafnarugglingur kemur stundum í ljós hér, þá er oftast því um að kenna að móðurplanta sem kemur í stöðina er ekki rétt merkt. það er svo leiðrétt þegar, og ef sérfræðingar koma í heimsókn.(Ef þeir koma auga á delluna.)

Í bókum, svo sem í Gömlu góðu Skrúðgarðabókinni, (gefinn út af Garðyrkjufélagi Ísl.) er hægt að fræðast meira um runna. Einnig í bókinni Tré og Runnar eftir Asgeir Svanbergsson (Skógræktarfél Rvík.) Ársritum, Skógræktarfélags Ísl. og Garðyrkjufélags Ísl.


Á leitarsíðu   <--Þessi mynd af laufblaði er víða á síðunni. Hún er tengill á frumstæða síðu,
(þarf endurskoðun.) sem er ættluð til að auðvelda leit að helstu plöntuættum.


Efst á síðuna.


Forsíða   Leitarsíða   Matjurtir     Sumarblóm    
Runnar í pottum     Trjáplöntur í pottum    
Fréttir     Tenglar    


©Réttarhóll.